20.11.2008 | 11:47
Að losa út krónubréfin við fleytingu krónunar
Er ekki rétt að nota tækifærið þegar krónan fer á flot aftur og fellur niður sem allar líkur eru á að hún gerir og kaupa öll krónubréfin sem hægt er að komast yfir. það er talað um að það séu um 450 milljarðar í krónubréfum úti í heimi sem eigendur þeirra vilji losa sig við. Á genginu í dag ca 176 kr/evra eru þetta 2.556.800.000 evrur en ef krónan fellur um t.d. 50% eða í 264 kr/evra og bréfin eru keypt á því gengi þá þarf að greiða 1.704.550.000 evrur og sparast þá 852.250.000 evrur af gjaldeyrisforðanum. Þegar búið er að losa þessi bréf ætti krónan að vera snögg að styrkjast og við getum farið að byggja upp aftur.
En jafnframt verður að frysta vísitölu á lánum í t.d. 3-4 mánuði meðan versta verðbólguskotið ríður yfir til þess að heimilin í landinu fari ekki á hausinn. Það er ótrúlegt að hlusta á framámenn segja að það væri algert glapræði að frysta vísitölu tímabundið þar sem íbúðarlánasjóður og lífeyrissjóðirnir muni tapa svo miklum peningum, þá verður maður að spyrja? hver á íbúðarlánasjóð og lífeyrissjóðina, er það ekki sama fólkið og mun missa allar sínar eignir á næstu mánuðum ef vísitalan verður ekki fryst. Hvort er mikilvægara fyrir þorra fólks að geta lifað sómasamlegu lífi næstu árin í sínum eignum og fá örlítið minni lífeyri þegar þar að kemur (því ekki má gleyma að við erum bara að tala um ávöxtun á innistæðum) heldur en að missa allar eignir sínar og stolt, vera borin út eftir nokkra mánuði og vera næstu 10 ár að berjast í bökkum eignalaus og vonlaus.
Hvað þýðir ef krónan er sett á flot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Hagur
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.